Bretar halda sínu striki

Það væri gott ef Mbl skyldi mismuninn á Bretum og Englandi. Þessi afletting á einungis við á Englandi. Sajid Javid er heilbrigðisráðherra Englands en ekki Bretlands. Það eru fjórar þjóðir á Bretlandseyjum.  England, Wales, Norður Írland og Skotland. Hver þjóð sér um sín heilbrigðismál með sinn heilbrigðis ráðherra. Allt sem er sagt í þessar frétt á aðeins við um England. Þetta er algengur misskilningur í fréttum Mbl.


mbl.is Bretar halda sínu striki og aflétta á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæði Skotlandsd

Ég hafði ánægju af að lesa ágæta grein Orra um Darienverkefnið og sambandssáttmálann 1707. Í lok greinarinnar gefur hann í skyn að Englendingar hafi komið Skotum til hjálpar af einstakri mannúð. Það er fjarri sannleikanum. Sagan er reyndar mjög flókin en Englendingar þurftu mikið á Skotum að halda á þeim tíma. Anna Englandsdrottning eignaðist 17 börn, sem öll létust ung og var því enginn til að erfa krúnuna. Það var þá hætta á að Stuart ættin, sem var katólsk og studd af Frökkum, erkióvinum Englendinga tæki við völdum.  Enska þingið hafði samþykkt að Georg af Hanover myndi taka við konungsdæminu eftir Önnu. Til þess að svo yrði þurfti samþykki Skota. Englendingar áttu enn einu sinni í stríði við Frakka og var mikilvægt að þeir ættu aðgang að skoskum höfnum og að Frökkum yrði meinuð sömu afnot.

Var miklum þrýstingi beint að Skotum til að styðja Englendinga í baráttunni gegn Frökkum og erfðarrétt Georgs. Einn liður í þeim þrýstingi voru Útlendingalögin 1705. Samkvæmt þeim lögum skyldu Skotar vera sem útlendingar og háðir miklum viðskiptaþvingunum. Öll viðskipti við England voru bönnuð. Hefði það orðið hörmulegt áfall fyrir þjóð sem þegar átti við mikinn vanda að stríða. Bergmál af Útlendingalögunum heyrist mikið þessa dagana, þar sem sambandsinnar tala mikið um að Skotar verði útlendingar, ef sjálfstæðið yrði samþykkt. Orri hefur sannarlega rétt fyrir sér að sagan hefur þann leiða vanda að endurtaka sig.

Málið var leyst með sambandslögunum 1707. Í þeim var ákvæði um að £400.000 yrðu veitt til að bæta fjárfestum í Skotlandi Darien tapið. Þjóðarskuld Englands 1697 var um 15 milliónir punda, en skuld Skotlands einungis um 200.000 pund. Skoskir skattgreiðendur þurftu því hjálpa til að greiða niður skuldabagga Englands, sem þeir höfðu ekki stofnað til en fárfestar fengu sitt tap bætt.


Um bloggið

Sveinbjörn Bjarnason

Höfundur

Sveinbjörn Bjarnason
Sveinbjörn Bjarnason
Prestur í Skotlandi
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband